Fjölmenningarstefna fyrir skóla Dalvíkurbyggðar hefur verið samþykkt af bæjarstjórn og tekur gildi næstkomandi áramót

Árið 2012 eru nemendur af erlendum uppruna í Dalvíkurbyggð í kringum 10% í grunnskólum og um 25% í leikskólum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að skólarnir bregðist við og aðlagi aðferðir sínar að breyttum nemendahópi. Áður var það eitt talið mikilvægt að einstaklingar sem fluttu hingað til lands tileinkuðu sér menningu og samfélag íbúanna sem fyrir voru. Hugmyndafræðin sem ríkir í dag byggir hins vegar á því að þeir sem fyrir eru þurfi einnig að koma til móts við þarfir einstaklinga af erlendum uppruna og viðurkenna menningu þeirra. Markmið hvers samfélags ætti því að vera að stuðla að gagnvirkri þátttöku allra þeirra sem samfélagið byggja. Þekking, styrkleikar og kunnátta einstaklinganna í samfélaginu þarf að vera metin að verðleikum.

Fjölmenningarstefnan í heild sinni (word)

Fjölmenningarstefnan í heild sinni (pdf)