Fjölmenni á kynningarfundi um Húsabakka

Fjölmenni á kynningarfundi um Húsabakka

Fjölmennt var á kynningar- og umræðufundi um framtíð Húsabakka sem haldinn var á Rimum í gærkveldi. Nefnd um framtíð Húsabakka kynnti hugmyndir sem henni hafa borist að undanförnu og einnig kynntu þeir aðilar sem starfa á staðnum starfsemi sína. Hugmyndir sem nefndinni hafa borist lúta m.a. að rekstri lýðháskóla, skíða-og golfakademíu og sölu eða leigu húseigna til reksturs ferðaþjónustu. Fram kom í máli bæjarstjóra að leitast yrði við að laga alla hugsanlega framtíðarstarfsemi á Húsabakka að þeirri starfsemi sem þegar er á staðnum.