Fjöldi fólks kominn til Dalvíkurbyggðar

Fjöldi fólks kominn til Dalvíkurbyggðar
Eins og lesendur síðunnar hafa eftirvill tekið eftir er Fiskidagurinn mikli á morgun og undanfarna daga hefur fjöldi fólks lagt leið sína til Dalvíkurbyggðar og er sennilega komið um og yfir 9000 manns á tjaldsvæðin.  Athygli er þó vakin á því að enn er nóg pláss fyrir gesti og má þar helst benda á svæðið upp við Kirkjuna á Dalvík og sunnan við Ásgarð (svæði 4 í bæklingi). Í kvöld er Fiskisúpukvöldið mikla og bíða heimamenn sem og ferðamenn þess með mikilli eftirvæntingu en þá er gestum og gangandi boðið upp á fiskisúpu í þeim húsum þar sem tveir kyndlar eru fyrir utan og í ár eru 70 hús sem bjóða upp á súpu.