Fjársöfnun í kjölfar vélsleðaslyss

Fjársöfnun í kjölfar vélsleðaslyss

Aðstandendur Guðmundar Jóns Magnússonar, sem fórst í vélsleðaslysi 5. mars síðastliðinn í Karlsárdal norðan Dalvíkur, hafa hrundið af stað fjársöfnun til stuðnings ungri sambýliskonu hans og 9 mánaða syni. Unga fjölskyldan hafði nýverið stofnað heimili þegar hið hörmulega slys varð. Söfnunarreikningur hefur verið stofnaður í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og hefur Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri, gerst ábyrgðarmaður reikningsins og annast útgreiðslu söfnunarfjár að söfnun lokinni.

Söfnunarreikningurinn er stofnaður á nafni Hilmars Guðmundssonar, forsvarsmanns aðstandenda söfnunarinnar.

Kt. 230968-3819

Bankanúmer: 1177

Höfuðbók: 26

Númer söfnunarreiknings: 1115

Sýnum samhug í verki!