Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2005: Frestur til að skila inn erindum, umsóknum, tillögum og/eða ábendingum rennur út 30.9.2004.

Minnt er á að að hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2005.  Auglýst hefur verið eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.

Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er varða næsta starfs- og fjárhagsár Dalvíkurbyggðar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til fjármála- og stjórnsýslustjóra fyrir 1. október 2004.

Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð.