Fjárhagsáætlun afgreidd í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar

Fjárhagsáætlun afgreidd í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar

Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 á fundi sínum þriðjudaginn 14. desember sl.

Í framsögu sveitarstjóra með fjárhagsáætlun kom m.a. fram að fjárhagsáætlunarvinnan gekk vel í heild. Stjórnendur og kjörnir fulltrúar vinna að gerð fjárhagsáætlunar frá því í maí og fram í desember samkvæmt samþykkt um fjárhagsáætlunarferli. Snemma var ljóst að erfitt yrði að ná endum saman og því var verið að hagræða fram á síðustu stundu. Óbreyttur rekstur sveitarfélagsins mun kalla á lántökur á næstu árum og því þarf sífellt að leita leiða til hagkvæmari reksturs.

Það er ómetanlegt að vinna að fjárhagsáætlun og að framgangi málefna sveitarfélagsins í mjög góðri samvinnu í byggðaráði og sveitarstjórn. Fjárhagsáætlunin er lögð fram í einingu allra sveitarstjórnarfulltrúa, fyrir það ber að þakka.

Þá notaði sveitarstjóri tækifærið og þakkaði öllum þeim sem á einn eða annan hátt komu að gerð fjárhagsáætlunar. Sviðsstjórum, stjórnendum og starfsfólki var þakkað fyrir góða vinnu við fjárhagsáætlunargerðina en álag var oft á tíðum mikið vegna þessa. Mikil verðmæti eru fólgin í góðu starfsfólki sem þekkir sitt fag og er fórnfúst til vinnu og fékk starfsfólkið kærar þakkir fyrir sín góðu störf nú sem áður.

Gögn fjárhagsáætlunar og gjaldskrár verða til birtingar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar við fyrsta tækifæri.

Hér má finna framsögu sveitarstjóra í heild sinni.