Fjallahringur í smíðum

Fjallahringur í smíðum

Nýja margmiðlunaratriðið „Hægt, hægt“ er þessa dagana að líta dagsins ljós á smíðaverkstæði Listaháskólans í Reykjavík þar sem Egill Ingibergsson margmiðlunarhönnuður atriðisins er kennari. Hekla Björt Helgadóttir myndlistarkona er tekin til við að mála fjallgarð úr timbri sem svipar nokkuð til hinna svarfdælsku fjalla. Undir fjöllunum synda sumarglaðir flórgoðar á sjónvarpsskjá en fælast við ef ógætilega er farið. Læðist menn hins vegar varlega að þeim er eins víst að fuglarnir sitji rólegir á hreiðri sínu fleira komi þá í ljós en áður lá í augum uppi.  Þökk sé töfrum tölvutækninnar. Ætlunin er að setja upp atriðið í lok febrúar og opna með formlegum hætti sem fyrst eftir það.

 
fjöll og þúfur í smíðum