Fiskur og ferðaþjónusta-í Námsveri Dalvíkur veturinn 2010-2011

Fiskur og Ferðaþjónusta.

Námsleiðin Fiskur og ferðaþjónusta er hönnuð af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir Mími-símenntun í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands, Verkalýðsfélag Húsavíkur og Markaðsráð Húsavíkur. Námsleiðin er niðurgreidd af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Námsleiðin er ætluð starfsmönnum fyrirtækja sem þjóna innlendum og erlendum ferðamönnum á svæðum sem byggja á nýtingu sjávar og ferskvatns, hvort sem um er að ræða gisti- og veitingastaði eða afþreyingarfyrirtæki. Í námsleiðinni Fiskur og ferðaþjónusta er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Í náminu er byggt á frammistöðu og ábyrgð einstaklings sem og samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu þess. Námsárangur er ekki aðeins vitnisburður um frammistöðu einstaklings heldur einnig vitnisburður um aðstæður til náms og árangur af samvinnu námsmanna og leiðbeinenda.

Helstu fög:
• Námstækni
• Samskipti og siðfræði
• Tölvu- og upplýsingatækni
• Fagenska
• Fagreikningur
• Tjáning
• Ferðaþjónusta
• Fyrirtækin
• Lífríki sjávar og ferskvatns
• Þjónusta
• Framreiðsla í sal
• Skyndihjálp
• Faglegt lokaverkefni 

Námsleiðin hefst í september 2010 og lýkur vorið 2011.
Samtals kennslustundafjöldi er 300 kennslustundir og námið fer fram tvo seinniparta í viku.
Verð kr. 54.000 Athugið niðurgreiðslu möguleika hjá Stéttarfélögum.
Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara. 

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEY
Verkefnastjóri: Helgi Þorbjörn Svavarsson
Námsverinu v/Skíðabraut, 620 Dalvík
sími: 865 7571
helgis@simey.is - www.simey.is