Fiskidagurinn Mikli, tjaldstæðin og fl.

Næstkomandi laugardag, 6. ágúst, verður Fiskidagurinn Mikli haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð. Dagskráin í kringum daginn er orðinn glæsileg og verður boðið uppá ýmsa skemmtilega viðburði, ekki bara á sjálfan Fiskidaginn heldur einnig dagana í kringum. Nánari upplýsingar um dagskrá og fréttir tengdar Fiskideginum er hægt að finna á heimasíðu viðburðarins http://fiskidagur.muna.is/

Nú þegar er fólk farið að drífa á svæðið og ljóst að margir eiga eftir að sækja Fiskidaginn Mikla heim eins og síðust ár. Tjaldstæðum á Dalvík hefur að þessu tilefni verið fjölgað og er nú hægt að tjalda á fimm tjaldstæðum á Dalvík þar sem komið hefur verið upp helstu aðstöðu.

Upplýsingar um tjaldstæði og aðra aðstöðu

Tjaldstæði:
Við Dalvíkurskóla, upp með sundlauginni, ofan við sundlaug og ofan við veg, og ofan við kirkjuna. Öll eru þessi svæði slegin og því ætti ekki að fara fram hjá neinum hvar er ætlast til þess að fólk tjaldi.

Salerni: við Dalvíkurskóla, neðri hæð sundlaug,

Kamrar: við Dalvíkurskóla, við sundlaug, við kirkju (ofan við sundlaug)

Ruslagámar: stór gámur á tjaldstæði við Dalvíkurskóla, litlir ofan við sundlaug og við kirkju

Rafmagnstenglar: eru á tjaldstæði við skóla en þeir eru enganvegin nógu margir til að anna öllum.

Upplýsingar: Sundlaug Dalvíkur, bláa húsið með turninum sem sést til vinstri þegar keyrt er inn í bæinn.  Sími 466 3233

Starfsmenn/umsjón: Björgvin Björgvinsson, Kristinn Ingi Valsson og fleiri.

Neyðarnúmer starfsmanna: 8461474

Yfirumsjón: Jón Heiðar Rúnarsson, 8963133

Sundlaugin er opin á virkum dögum frá kl. 06:15 til 20:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 19:00.  Fiskidagshelgina miklu verður opnað kl. 08:00, bæði laugardag og sunnudag.

 

Reglur tjaldsvæðisins                                   

Varast ber að valda óþarfa hávaða.

  • Rjúfa ekki næturkyrrð að óþörfu.
  • Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðum.
  • Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.
  • Sorp skal látið í þar til gerð ílát.
  • Virðið svefnfrið á milli kl. 23 - 08
  • Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri

Umferð bíla

Umferð ökutækja á tjaldsvæðum skal vera í lámarki aðeins má aka inn og út af svæðinu en ekki aka um innan svæðis. Athugið að hámarkshraði er 15km/klst.  Öll umferð bíla er bönnuð frá kl. 00.00 - 08.00 og gæti  aksturs-leiðum þá verið lokað. Eftir lokun umferðar verður að leggja bílum á bílastæðum og ganga að tjaldstæðum.

Meðferð elds

Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina.

Rusl

Gestir eru beðnir að ganga vel um og nota sorpílát svæðisins. Látið vita í afgreiðslu sundlaugar ef misbrestur verður á losun sorpíláta.

 

Ekki er rukkað fyrir tjaldstæði Dalvíkur. 

Þjónusta við tjaldstæðin er í Sundlaug Dalvíkur, í Bláa húsinu með turninum.  Sundlaugin er opin á virkum dögum frá kl. 06:15 til 20:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 19:00.  Símanúmer sundlaugarinnar er 466 3233