Fiskidagurinn mikli - hugleiðingar frá skipuleggjendum

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli verður haldin í þrettánda sinn 8. – 11. ágúst n.k. í Dalvíkurbyggð.

Viljum bregðast við áður en að þetta verður að vandamáli.
Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla yfir daginn og virði landslög og sýni hófmennsku á öðrum tímum. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega.

Það eru allir velkomnir á Fiskidaginn mikla.....EN það eru einfaldar reglur og að fylgja þeim er eini aðgangseyririnn á dagskrárliði Fiskidagsins mikla. Aðstandendur, íbúar og sjálfboðaliðar vonast til þess að allir, á öllum aldri, fylgi Fiskidagsboðorðunum. Við viljum vernda hátíðina okkar svo að við getum áfram boðið til okkar öllum landsmönnum til að njóta samvista með fjölskyldunni, matar og skemmtunar.

Forvarnarnefnd Fiskidagsins mikla og Dalvíkurbyggðar hefur m.a. unnið með þjónustu og veitingaaðilum um styttri opnunartíma á nóttunni. Sent foreldrum á Norðurlandi bréf þar sem þeir eru m.a. hvattir til að virða útivistarreglur og senda ekki börn undir 18 ára aldri ein á útihátíðir, hvatt fjölskylduna til að koma SAMAN og skemmta sér og njóta viðburðanna saman og fleira. Forvarnarnefndin hefur m.a. rætt um ábyrgð foreldra ólögráða ungmenna í tengslum við bæjarhátíðir og sumarskemmtanir. Hvetur nefndin foreldra til að axla ábyrgð.


Aukið dagskrárefni fyrir börnin og fjölskylduna saman.

Enginn dansleikur.

Styttri opnunartími þjónustu og veitingaaðila á nóttunni.

Sendum ekki ólögráða ungmenni ein á bæjarhátíðir.

Það að 18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum eru ekki viðmið heldur lög.

Fjölskyldan SAMAN á bæjarhátíðum söfnum góðum minningum

Fiskidagsboðorðin 2013

  • Við göngum vel um
  • Við virðum hvíldartímann
  • Við virðum náungann og umhverfið
  • Við verjum Fiskdeginum mikla saman
  • Við virðum hvert annað og eigur annara
  • Við virðum útivistarreglur unglinga og barna
  • Við erum dugleg að knúsa hvert annað
  • Við beygjum okkur 2 sinnum á dag eftir rusli
  • Við förum hóflega með áfengi og virðum landslög
  • Við hjálpumst að við að halda Fiskidagsboðorðin