Fiskaskilti sett við lóðir á morgun

Í ár fengu allar íbúðir á Dalvík sendan heim útsagaðan fisk og staur til að setja fiskinn á. Hver og einn skreytir sinn fisk á sinn máta og fimmtudaginn 9. ágúst munu bæjarbúar setja fiskinn út að lóðarmörkum þar sem að gestir og gangandi geta séð hann. Mikil spenna og leynd ríkir yfir þessu verkefni, það verður skemmtilegt að fá sér göngutúr um bæinn og skoða þessa merkilegu listsýningu ásamt, ljósaseríum, blöðrum og allra handa Fiskidagsskrauti bæjarbúa.