Fín veðurspá fyrir apríl

Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur send frá sér veðurspá aprílmánaðar og voru klúbbfélagar almennt sammála um að veður héldist gott fram yfir páska. En undir mánaðarmót apríl/maí kólnar lítillega og gerir smá hret með hægri n.a. átt, í nokkra daga. Umhleypingar í lok mánaðar en engin vonska.

Nýtt tungl mun kvikna 17.apríl s.s.a. kl 11:36. Eitt sérálit kom fram og hljóðaði þannig að veður í apríl verði sannkölluð vorblíða með s.a. lægum áttum og hlýju veðri.