Fiðrildahópur í sundkennslu hjá Helenu :-)

Fiðrildahópur í sundkennslu hjá Helenu :-)

 

Þann 22. maí og 29. maí hefur Fiðrildahópur verið svo heppinn að fá að fara í sundkennslu hjá Helenu sundkennara Árskógarskóla. Helena hefur af stakri snilld fengið börnin til að gera ýmsar þrautir í vatninu auk þess sem við höfum leikið okkur heil ósköp. Þessir tímar voru ákaflega skemmtilegir, sólin lék við okkur báða dagana og börnin hafa hlakkað mikið til sundferðanna. Við í Fiðrildahóp þökkum Helenu kærlega fyrir frábæra tíma :-)

Sundmyndir