Ferðabækur á bókasafninu

Ferðabækur á bókasafninu

Mikil hvatning hefur verið til ferðalaga innanlands í sumar. Bókasafnið tekur að sjálfsögðu þátt í því og nú hafa hinar ýmsu ferðabækur verið teknar úr hillum og liggja frammi í bókasafninu.

Þarna er að finna margar skemmtilegar bækur um gönguferðir, jeppaferðir og venjulegar bílferðir. Svo eru þarna ýmsar bækur eftir Jón R. Hjálmarsson t.d. Þjóðsögur við þjóðveginn, Skessur, skrímsli og furðudýr við þjóðveginn og fl. Einnig má finna þarna bækur eins og Íslenskar fjörur og íslenskir fossar, Íslandseldar og fleiri og fleiri.

Það er af mörgu að taka og margt að sjá.

www.dalvik.is/bokasafn