Eyþór Ingi Gunnlaugsson áfram í Bandinu hans Bubba

Eyþór Ingi Gunnlaugsson áfram í Bandinu hans Bubba

Eyþór Ingi Gunnlaugsson sló enn einu sinni í gegn á föstudaginn, í sjónvarpsþættinum Bandinu hans Bubba á Stöð 2. Eyþór söng "'Eg  stend á skýji" eftir hljómsveitina Síðan Skein Sól. Dómarar voru yfir sig hrifnir af flutningi Eyþórs á laginu, nema hvað Bubba fannst Eyþór leika lagið of mikið. En það kemur ekki á óvart þar sem Eyþór Ingi er ekki síðri leikari en söngvari, enda mikið listamanns efni þarna á ferð. Páll Óskar sagðist elska Eyþór og að hann óttaðist samkeppnina frá honum í framtíðinni.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson er aðeins 18 ára. Eftirhermur hans af persónum Ladda hafa þótt óborganlegar en þær lék Eyþór frá 10 ára aldri. Eyþór tók þátt í unglingauppfærslum Leikfélags Dalvikur 14 og 15 ára. Á 15 ári var Eyþór Ingi leikari hjá Leikfélagi Akureyrar í leikritinu Olíver, sem varð einn vinsælasti söngleikur LA frá upphafi.
Eftir að Eyþór Ingi fór í framhaldsskóla tók hann þátt í sameiginlegri uppfærslu VMA og MA á Jesus Christ Superstar og lék hann þar aðalhlutverkið sem Jesú. Eyþór fékk mikið lof í þeirri sýningu, fyrir þá miklu stjórn sem hann hafði á rödd sinni. Árið eftir tók hann þátt í söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd VMA. Ekki er að spyrja að því, en Eyþór vann þá keppni með yfirburðum.
Fyrirhugað er að bjóða uppá samkomu næstkomandi föstudag í Víkurrröst og fylgjast með stjörnu framtíðarinnar frá Dalvíkurbyggð. Hvissast hefur út að Eyþór muni syngja frumsamið lag í næsta þætti.
Nánar auglýst síðar.