Eyþór Ingi er söngvari Bandsins hans Bubba

Eyþór Ingi Gunnlaugsson varð sigurvegari í söngkeppninni Bandið hans Bubba. Hann sigraði Arnar Má Friðriksson en þeir voru tveir eftir í keppninni eftir að 10 manns komust í lokaumferðina. Frétt af www.mbl.is

Eyþór hlautr þrjár milljónir króna og stöðu í Bandinu hans Bubba að launum.Alls kusu um 55 þúsund manns í símakosningu í úrslitaþættinum á Bandinu hans Bubba í gærkvöld að sögn Pálma Guðmundssonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. 

„Þeir eru meira en efnilegir báðir tveir, þeir eru bara góðir," segir Eiríkur Hauksson yfirrokkari, sem var gestadómari í úrslitaþætti Bandsins hans Bubba. Hann telur þá báða eiga framtíðina fyrir sér í rokkinu, og líklegt að þeim verði báðum boðinn plötusamningur í kjölfar keppninnar. Björninn sé þó ekki unnin með því. „Þegar þessu ferli líkur tekur alvaran við. Það er ekki nóg að vera góður söngvari, maður verður að vera með gott efni." 

Hann segir eina aðal ástæðuna fyrir því að lítið verður úr sigurvegurum keppna á borð við þessa að það sé drifið um of í því að gefa út plötur með þeim, án þess að nóg sé lagt upp úr lögunum. „Það eru oft einhverjir umboðsmenn á bak við þessa krakka, sem vilja gefa út á meðan nafnið er heitt. En ef lögin eru ekki nógu sterk þá nær það ekki lengra. Það er mitt ráð til þeirra beggja, vera svolítið kaldur á svellinu og bíða eftir góðu lögunum frekar en að bauna einhverju út." segir Eiríkur að lokum. 

Frétt af www.visir.is