Eyfirski safnadagurinn - þema dagsins er tónlist

Laugardaginn 5.maí verður Eyfirski safnadagurinn. Þann dag eru öll söfn við Eyjafjörð opin frá kl. 13:00 – 17:00 og frítt er inn. 

Þema dagsins verður að þessu sinni „ tónlist“. Deginum verður fagnað í Hvoli og kl. 14:00 mun Kristjana Arngrímsdóttir syngja vísna - og þjóðlög.

Allir hjartanlega velkomnir að skoða safnið frítt þennan dag!

Safnstjóri