Evrópumeistaramót í sjóstangveiði 8. - 15. maí

Punktar fyrir íbúa vegna Evrópumótsins í sjóstangaveiði.
Mótið er fjölmennasta sjóstangaveiðimót sem haldið hefur verið á Íslandi.Keppendur koma frá 13 félagsdeildum víðs vegar úr Evrópu,  frá Belgíu, Danmörku, Englandi, Gíbraltar, Írlandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Rússlandi, Skotlandi, Sviss og Þýskalandi. Veitt verður í sex klukkutíma hvern mótsdag í fimm daga af 11 bátum. Bátaflotinn verður stærsti eikarbátafloti sem sést hefur á þessari öld. Siglt er til veiða kl 7.00 hvern virkan dag og komið til baka á bilinu 14.00 – 16.00. Bæði er skemmtilegt og sérstaklega myndrænt þegar flotinn siglir út og einnig er gaman að koma á hafnarsvæðið þegar í land er komið og sjá t.d metfiskana sem hengdir eru á slá.  Sunnudaginn 9. maí verður skrúðganga þátttökuþjóðanna frá Víkurröst að Bergi kl 14.00. Að göngu og fánahyllingu lokinni fara keppendur Evrópumótsins í mótsetningu í Menningarhúsinu. Skólabörn ganga fremst í göngunni með skilti með nöfnum þjóðanna. Við hvetjum sem flesta íbúa Dalvíkurbyggðar til að taka þátt í göngunni t.d með því raða sér  meðfram Hafnarbrautinni og veifa íslenskum fánum og taka þátt með bros á vör. Þennan dag væri líka frábært að flagga íslenska fánanum á öllum stöngum í byggðarlaginu fyrir hádegi og kveikja á seríum um kvöldið.

Fjölmennasta sjóstangaveiðimót sem haldið hefur verið á Íslandi verður haldið dagana 8-15. maí frá Dalvík. Vaxandi áhugi er meðal erlendra veiðimanna að heimsækja Ísland sem fyrirheitna land sjóstangaveiðiíþróttarinnar.

Íslandsdeild EFSA (European Federation of Sea Anglers) heldur Evrópumeistaramót í sjóstangaveiði frá Dalvík dagana 8.-15. maí nk. með þátttöku 141 keppenda frá 13 félagsdeildum víðs vegar úr Evrópu. Þátttakendurnir koma frá Belgíu, Danmörku, Englandi, Gíbraltar, Írlandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Portúgal, Rússlandi, Skotlandi, Sviss og Þýskalandi. Um er að ræða stærsta árlegan viðburð EFSA.Veitt verður í sex klukkutíma hvern mótsdag í fimm daga af 11 bátum á veiðislóð á Eyjarfirði. Sunnudaginn 9. maí verður skrúðganga þátttökuþjóðanna frá félagsheimilinu Víkurröst Dalvík að Bergi hinu nýja og glæsilega menningarhúsi Dalvíkinga þar sem mótið verður sett.
Keppt verður í einstaklingskeppni og kvennaflokki, flokki eldri félaga (seniors) og ævifélaga. Einnig verður 2ja manna og 4ra manna sveitarkeppni, þjóðirnar stilla upp landsliðum og verðlaun verða veitt fyrir þyngsta fisk í einstökum tegundum. Hver veiðimaður má að hámarki veiða 25 þorska, ýsur og ufsa dag hvern en 5 fiska af öðrum tegundum.
Margir erlendu keppendanna koma nokkrum dögum fyrir mótið og hafa leigt báta til þess að fara í æfingarferðir áður en að keppnin sjálf hefst.

EFSA Ísland hefur í rúm þrjú ár undirbúið Evrópumeistaramótið og hélt í maí 2007, sem lið í þeim undirbúningi, 2ja daga Evrópumót í tegundaveiði í Vestmannaeyjum þar sem 99 keppendur tóku þátt. Tvisvar áður hefur Evrópumeistaramót í sjóstangaveiði verið haldið á Íslandi, árið 1974 frá Akureyri og þar á undan árið 1968 frá Keflavík.

Fréttatilkynning

Menningarrölt, laugardaginn 8. maí