Evrópsk Samgönguvika 16.-22. september

Evrópsk Samgönguvika 16.-22. september

Evrópsk Samgönguvika 16.-22. september

Í tilefni af Samgönguvikunni sem nú stendur yfir vill Dalvíkurbyggð hvetja íbúa til að huga sérstaklega að sínum samgöngumáta, hvort sem haldið er til vinnu, í skóla eða í búðina. Þema vikunnar er „Samgöngur fyrir öll“. Af þessu tilefni viljum við benda á framkvæmdir sem nú standa yfir við endurbætur á stígunum í Láginni. Þar er verið að bæta tengingar inn á svæðið þannig að þær uppfylli skilyrði um aðgengi fyrir alla, t.d. mun stígurinn tengjast Dalbæ sem gerir íbúum þar auðveldara um vik að njóta Lágarinnar. Sett verður upp lýsing meðfram stígunum og þá verða tvö æfingartæki sett upp sem eru sérstaklega hugsuð fyrir eldri borgara. Verkefni þetta er styrkt af Innviðaráðuneytinu vegna átaks í aðgengismálum. Þá er hér hlekkur á könnun þar sem þú getur skoðað hversu mikið samgöngukrútt þú ert. https://www.quiz-maker.com/QED0182BV

Vikunni lýkur með bíllausa deginum á mánudaginn kemur.