Eurovisonþorpið Dalvíkurbyggð 2013. Dreifibréf III

Eurovisonþorpið Dalvíkurbyggð 2013. Dreifibréf III

DRÖGUM FÁNA AÐ HÚNI – KVEIKJUM Á SERÍUM
Við skorum á ALLA að draga íslenska fánann að húni á morgun laugardag til heiðurs okkar manni Eyþóri Inga Gunnlaugssyni sem að stóð sig frábærlega á fimmtudagskvöldið. Stöndum saman öll sem eitt og drögum fána að húni og einnig væri gaman að þeir sem eiga litla fána, blöðrur og fl. skreyti með því.

LAUGARDAGSKVÖLD EFTIR AÐ ÚRSLITIN LIGGJA FYRIR
Það hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvar sé opið eftir keppnina. M.a vegna ferminga eru flestir salir uppteknir og t.d. er staður eins og Við höfnina upptekinn báða dagana. Þar sem að veðurspáin er góð og það er sannarlega ástæða til að gleðjast leggjum við til að ( Þar sem að við þekkjum það svo vel) að við búum til svona skemmtilega fjölskylduvæna súpukvölds / Fiskidags stemmningu. Skorum á alla að flykkjast út á röltið, hitta fólk, bjóða fólki heim, ræða málin, droppa við hjá vinum og kunningjum, kannski verða einhverjir með opið hús. Umfram allt höfum gaman af þessu ævintýri og gleðjumst saman.  Það verður opið á Gregors Pub og síðan hefur frést að Stulli og Dúi verði með dansleik á Við höfnina á sunnudagskvöldið fyrir þá sem verða enn í stuði.

STUÐNINGSMYNDBANDIÐ
Viðbrögðin við stuðningsmyndbandinu hafa verið frábær jafnt innan sem utanlands. Nú hafa um 20.000 manns séð það og þeim fjölgar hratt. Eyþór sendir kveðjur og þakklæti vegna þessa og sagði í fjölmiðlum að myndbandið hafi klárlega hjálpað til og að hann hafi sannarlega fundið orkuna héðan frá okkur.

ÁSKORUNARKEPPNI EUROVISIONÞORPSINS.
Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með bestu myndböndin. 3. sæti Ester Jana Kristjánsdóttir. 2. sæti Félag aldraðra og 1. sæti sæti NFD, Nördafélag Dalvíkurskóla. NFD geymir farandbikarinn í eitt ár.

Þorpsráð Eurovisonþorspins