Eurovision þorpinu Dalvík lýkur með stæl

Eurovision þorpinu Dalvík lýkur með stæl
Friðrik Ómar Hjörleifsson kom í dag til Dalvíkur og söng fyrir framan Ráðhúsið. Friðrik Ómar þakkaði kærlega fyrir stuðninginn sem kom úr hans heimabæ á meðan á Eurovision keppninni stóð. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman og hlýddi á hann syngja nokkur lög. Friðrik Ómar kallaði á Mattías Mattíasson sveitunga sinn og saman tóku þeir Fiskidagslagið í lokin svona til að minna á aðra hátíð á Dalvík, Fiskidaginn Mikla. Eftir sönginn áritaði hann plakköt og diska fyrir unga aðdáendur. Þar með lauk skemmtilegri hátíð á Dalvík sem var kölluð Eurovision þorpið Dalvík.
Friðrik Ómar við Ráðhúsið 2008Friðrik Ómar við Ráðhúsið 2008Friðrik Ómar við Ráðhúsið 2008 4Friðrik Ómar við Ráðhúsið 2008 3