Erindi á Byggðasafninu Hvoli nk. sunnudag; Kristján Eldjárn á Grænlandi 1937

nudag 24. júní heldur Þórarinn Eldjárn tölu í Byggðasafninu Hvoli um Grænlandsför föður síns, Kristjáns Eldjárns, sumarið 1937. Kristján var þá á fyrsta ári í fornleifafræði í Kaupmannahafnarháskóla og bauðst að taka þátt í leiðangri danskra fornleifafræðinga til að rannsaka byggðir norrænna manna í Austmannadal í svokallaðri Eystri-byggð á vesturströnd Grænlands. Þar dvaldi hann í þrjá mánuði og sá og upplifði margt sem honum var síðar tíðrætt um bæði hvunndags- og opinberlega. Afar sjaldgæft var á þeim tíma að Íslendingar leggðu leið sína til Grænlands og raunar voru á því miklar hömlur að aðrar þjóðir en Danir færu þangað.   

Erindið byggir Þórarinn á bréfum og dagbókum Kristjáns frá þessum tíma og frásögum hans af ferðinni í ræðu og riti og jafnframt sýnir hann myndir sem Kristján tók þetta eftirminnilega sumar. Tilvalin sunnudagsskemmtun, allir velkomnir.