Sumstarfsfólk óskast.

Sumstarfsfólk óskast.

Eftirfarandi sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð eru laus til umsóknar:

Sumarafleysing í Íþróttamiðstöð-Nánar hér

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir starfsmönnum í sumarafleysingar við
íþróttamiðstöðina á Dalvík. Um er að ræða 100% störf frá byrjun júní til fram í miðjan ágúst.
Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.


Starfsmaður á heimili fyrir fatlaða III-Nánar hér
Áætlaður starfstími er frá byrjun júní, fram í miðjan ágúst.
Um er að ræða 100% starf.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.


Söfn Dalvíkurbyggðar og Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar óskar eftir starfsfólki.-Nánar hér
Við leitum nú að einstaklingum sem hafa áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi í sumar. Um er ræða störf frá 50-100% starfshlutfalli auk helgarvinnu en starfsstöðvar eru Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Byggðasafnið Hvoll og Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar. Starfsmenn öðlast þannig innsýn í heim ferðaþjónustunnar og grunnþætti safnastarfs í sveitafélaginu.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.

 


Eigna og framkvæmdadeild óskar eftir starfsfólki sumarið 2024-Nánar hér

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmenn í þrjár 100% stöður starfsmanna EF-deildar, en um er að ræða aðallega útistörf við fjölbreytt verkefni. Starfsmenn starfa undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Starfstími er frá maí til ágúst 2024. Um er að ræða 100% starfshlutfall, en möguleiki á minnahlutfalli, lengri eða styttri starfstíma.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. 

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.


Flokksstjórar í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar-Nánar hér
Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmenn í þrjár 100% stöður flokksstjóra Vinnuskóla sumarið 2024. Starfsmenn starfa undir stjórn deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Starfstími er frá 20. maí til 15. ágúst 2024, en nákvæmur starfstími er þó umsemjanlegur. Um er að ræða 100% starfshlutfall, en möguleiki er á minna hlutfalli eða vinnu hluta úr sumri.Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.

 


Starfsfólk í heimilisþjónustu - Nánar hér
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar óskar eftir að ráða starfsmenn í sumarafleysingar í stuðnings- og
stoðþjónustu á heimilum aldraðra og öryrkja. Vinnutími er frá 8-16 virka daga. Umsækjendur
þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa bíl til umráða. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um
þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2024.