Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar frestað

Árshátíð starfsmanna Dalvíkurbyggðar frestað

Framkvæmdastjórn Dalvíkurbyggðar hefur, í samráði við stjórn starfsmannafélagsins, tekið ákvörðun um að árshátíð Dalvíkurbyggðar sem halda átti þann 14. mars næstkomandi verði frestað og fundin verði ný dagsetning í vor eða haust, þannig að árshátíðin falli ekki niður í ár.

Fyrir sveitarfélag þar sem starfsmenn sinna mikilvægri grunnþjónustu samfélagsins teljum við óábyrgt að halda slíka skemmtun þar sem stór hluti starfsmanna væri samankominn í miklu návígi.
Starfsfólk okkar stofnana vinnur með viðkvæma hópa, einstaklinga, börn og fullorðna. Einnig koma á árshátíðina okkar makar sem eru að koma víðs vegar frá.
Ef að smit myndi greinast í hópnum þá yrðu allir gestir samkomunnar settir í sóttkví.  Afleiðingarnar af slíku yrðu alvarlegar fyrir starfsemi Dalvíkurbyggðar og íbúa í okkar samfélagi.