Endurnýjun á gróðri í kirkjubrekkunni

Endurnýjun á gróðri í kirkjubrekkunni

Síðustu daga hefur staðið yfir endurnýjun á gróðri í kirkjubrekkunni, norðan heilsugæslunnar, en hann var orðinn úr sér vaxinn og fúinn. Búið er að fjarlægja þaðan viðju, brúnan alaskavíði og birkitré sem voru kalin og illa farin. Í staðinn hafa nú verið gróðursettar þarna 90 plöntur, blágreni, fura, ilmreynir, lerki og birki. Beðunum er svo lokað með kurli sem verið er að vinna úr efni úr Brúarhvammsreit og öspum af Ráðhúslóðinni til þess að koma í veg fyrir moldrok.