Endurbygging trébryggju við suðurgarð

Endurbygging trébryggju við suðurgarð

Hafnarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu trébryggju við suðurgarð. Rífa á núverandi trébryggju, reka niður 46 staura og byggja 520 fermetra bryggju úr harðviði.

Verkinu á að vera lokið fyrir 1 ágúst 2008. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Dalvíkurbyggðar og skrifstofu Siglingamálastofnunar. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 12. febrúar.