Ektaréttir komu með mat í hádeginu á bæjarskrifstofu

Ektaréttir komu með mat  í hádeginu á bæjarskrifstofu

Ektaréttir sem eru í eigu Ektafisks á Hauganesi komu með mat í hádeginu á bæjarskrifstofuna. Um var að ræða tilraun starfsfólks bæjarskrifstofu sem var forvitið um Ektarétti og þeirra fiskrétti, sem þeir framleiða í Dalvíkurbyggð. Maturinn var einstaklega góður á bragðið og skemmtileg tilbreyting í hádeginu að fá sendan slíkan dýrindismat. Ákveðið var að gera þetta vikulega á bæjarskrifstofunni, enda aldrei borðað nóg af fiski.
Ekta réttir eru tilbúnir, hollir og gómsætir fiskréttir. Fyrstu réttirnir voru bornir fram í febrúar árið 2007 og hefur þeim verið tekið afskaplega vel alveg frá upphafi. Nú þegar eru um 30 vörutegundir á matseðlinum og sífellt bætast við nýjungar þar sem þróun á framleiðslunni er alltaf í gangi. Jón Vídalín er yfirkokkur og framleiðslustjóri Ekta rétta ehf. Hann býr yfir mikilli reynslu í matreiðslu og veitingarekstri og hefur alveg sérstakan áhuga á fiskréttum.