Eigna- og framkvæmdadeild auglýsir eftir öflugum einstaklingi í starf með áherslu á opin svæði í 100% starfshlutfall, frá og með 1. október 2025.
Starfið heyrir undir Framkvæmdasvið Dalvíkurbyggðar, en Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar er hluti þess sviðs. Deildin gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu í þjónustu við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins (viðhald og nýframkvæmdir). Eigna- og framkvæmdadeild starfar með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
Starfssvið og helstu verkefni:
- Umhirða og viðhald opinna svæða og leiksvæða.
- Umsjón með og undirbúningur fyrir starf Vinnuskóla.
- Viðhald og umhirða á götum, gangstéttum, stígum og götugögnum.
- Umsjón, eftirlit og samskipti við verktaka varðandi ýmis konar verkefni.
- Annað viðhald á eignum sveitarfélagsins, svo sem fasteignum.
- Ýmis önnur fjölbreytt tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Þekking og reynsla af sambærilegum störfum.
- Menntun sem nýtist í starfi, garðyrkjumenntun kostur.
- Reynsla af starfi með ungmennum kostur.
- Ökuréttindi.
- Vinnuvélaréttindi kostur.
- Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Hreint sakavottorð.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar veitir launafulltrui@dalvikurbyggd.is
Umsóknum skal fylgja greinargóð náms- og starfsferilsskrá auk staðfest afrit af prófskírteinum (ef við á), sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar í síma 853-0220 eða á helga@dalvikurbyggd.is.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum Þjónustugátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsækjendum.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2025.