Eigendur lausamuna - áminning frá umhverfisstjóra

Eins og fram kom í fréttabréfi frá umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggar 17. maí síðastliðinn þá er eigendum lausamuna í kringum Böggvisstaðaskála gert að fjarlægja þá fyrir 1. júní að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda. Þeir sem enn hafa ekki fjarlægt sitt af svæðinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við umhverfisstjóra og gera grein fyrir sínu að öðrum kosti verða lausamunir viðkomandi fjarlægðir á kostnað eigenda.

Jafnframt er öðrum eigendum lausamuna, sem ósómi er af, innan sem utan lóða við fyrirtæki eða heimili, bent á að hreinsa til.

Sameiginlega skulum við stefna að því að Dalvíkurbyggð verði til fyrirmynda í umhverfismálum.

Með kveðju
Valur Þór Hilmarsson
Umhverfisstjóri, Dalvíkurbyggðar
Sími: 844 0220