Eiga sveitarfélög að byggja upp atvinnutækifæri á sviði lista?

Menningarráð Austurlands og Menningarráð Eyþings standa fyrir málþingi þar sem velt verður upp spurningunni, eiga sveitarfélög að byggja upp atvinnutækifæri á sviði lista og hvaða tækifæri felast í slíkri uppbyggingu.

Málþingi er haldið á Hótel Héraði, þriðjudaginn 13. september kl. 13:00-17:00. Fundarstjóri er Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings.

Dagskrá:

Setning
Björn Ingimarsson, formaður Menningarráðs Austurlands

Menning - samfélag - menning!
Magnús B. Jónsson, sveitastjóri á Skagaströnd

Fyrir hverja og hvað má það kosta?
Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi Hörgársveit

Fagmennska og frumsköpun
Þórunn Eymundsdóttir, forstöðumaður Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi

Ábyrg menningarstjórnsýsla
Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra listamanna

Pallborð
Björn Ingimarsson, Magnús B. Jónsson, Hildur Ösp Gylfadóttir, Þórunn Eymundsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir

Fyrirlestrar málþingsins verða aðgengilegir á heimasíðum menningarráðanna að málþingi loknu. www.eything.is og www.menningarrad.is