Ef sorp er ekki tekið í dreifbýli

Af gefnu tilefni biðjum við íbúa í dreifbýli í Dalvíkurbyggð að láta vita ef sorp er ekki tekið samkvæmt sorphirðudagatali en borist hafa kvartanir vegna þessa.

Þeir sem hafa athugasemdir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sviðsstjóra umhverfis og tæknisviðs á netfanginu borkur@dalvikurbyggd.is eða í síma 460 4900.