Dýralæknir væntanlegur í Dalvíkurbyggð

Dýralæknir væntanlegur í Dalvíkurbyggð

Líkt og undanfarin ár býður Dalvíkurbyggð þeim gæludýraeigendum sem eru með dýrin sín á skrá hjá sveitarfélaginu upp á ormahreinsun, sem er innifalin í árgjaldinu. Von er á dýralækni síðustu vikuna í október, eða miðvikudaginn 29. október fyrir hunda og daginn eftir fyrir ketti. Reikningur fyrir árgjaldi verður sendur út um miðjan mánuð. Á heimasíðu sveitarfélagsins eru listar yfir skráða hunda og ketti og ert þú, gæludýraeigandi góður, vinsamlegast beðinn um að kíkja á listana og sjá hvort þitt gæludýr er þar á skrá og hvort heimilisfang sé rétt skráð. Hafi orðið breyting á fjölda (fækkað) eða á heimilisfangi er hægt að senda tilkynningu um slíkt á odinn@dalvikurbyggd.is og verður þá skráning uppfærð.

Um skyldu til skráningar hunda og katta fer samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalvíkurbyggð. Allir gæludýraeigendur eru hvattir til að skrá dýr sín, séu þau ekki á fyrrgreindum listum og þá er hægt að mæta með þau í ormahreinsun í lok mánaðarins.