Dýragarður opnaður í Dalvíkurbyggð

Dýragarður opnaður í Dalvíkurbyggð

Síðastliðinn föstudag opnaði dýragarður í Dalvíkurbyggð. Dýragarðurinn er staðsettur á Krossum, en Krossar eru á Árskógsströnd. Í tilefni af opnuninn var boðið uppá pylsur. Margir sóttu dýragarðinn heim en hægt er að sjá myndir af opnunni ásamt ýmsu fleira skemmtilegu á heimasíðu dýragarðsins www.dyragardur.com.  Dýragarðurinn á Krossum verður opinn alla daga í sumar frá kl. 10:00-18:00.  Myndin hér til hliðar er af opnuninni en í dýragarðinum er hægt að prófa ærslabelginn sem augljóslega vekur mikla lukku þeirra sem hann eru að prófa.