Diddú á Dalvík - tónleikar 16. júlí

Diddú á Dalvík - tónleikar 16. júlí

Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Diddú, og Jónas Ingimundarson píanóleikari sækja Dalvíkina heim næstkomandi föstudagskvöld með tónleikum í menningarhúsinu Bergi  kl. 20:00.

 

 

Diddú og Jónas eru á förum til Rússlands til tónleikahalds enn eina ferðina. Þau flytja sömu söngskrána í menningarhúsinu Bergi  á föstudaginn.

Á efnisskránni, sem er afar fjölbreytt, eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir íslenska höfunda að sjálfsögðu, en einnig nokkur gömul lög frá blómatíma sönglistarinnar, “aria antique”, svo og lög úr amerískum söngleikjum og óperuaríur eftir Verdi, Gounod og fleiri.

Miðaverð er kr. 2.500. Miðar verða seldir við innganginn í Bergi frá kl. 19:00. Hægt verður að greiða með greiðslukortum.

Tónlistarfélag Dalvíkur og Menningarfélagið Berg standa að tónleikunum. Styrktaraðili er Menningarráð Eyþings.