Desemberspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Klúbbfélagar töldu nóvember heldur verri en þeir áttu von á. Desember töldu félagar að yrði heldur leiðinlegur og risjóttur,og kæmu þrír smáhvellir í mánuðinum en annars yrði snjólétt og væntanlega flekkótt jól á mið-norðurlandi.

Jólatungl kviknar 20.des í suðri. Fullt tungl er 3.janúar.

Áramótin telja félagar að það muni verða þokkanlegt veður á okkar svæði.

Ef að spá ei eftir gengur
er hún þá einstök.
Ég tala eins og tryggur drengur:
,,Tæknileg mistök"

Veðurklúbburinn Dalbæ sendir öllum jólakveðjur.