Deiliskipulag Dalvíkurhafnar og breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Kynningarfundur
um tillögu að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða
og breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Almennur kynningarfundur verður haldinn í Bergi menningarhúsi þriðjudaginn 10. maí næstkomandi kl. 16:00.


Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða og tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Eftir fundinn verður gengið frá tillögunum og þær lagðar fyrir sveitarstjórn til ákvörðunar um auglýsingu í samræmi við ákvæði skipulagslaga.


Á auglýsingatíma gefst kostur á að leggja fram formlegar athugasemdir.


Fundurinn er öllum opinn

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Börkur Þór Ottósson