Deiliskipulag atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi

Deiliskipulag atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi

Kynning á tillögu að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi og breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar

Kynningargögn munu liggja frammi í anddyri Ráðhússins og á skrifstofu sviðsstjóra þriðjudaginn 5. júlí frá kl. 13.00 til 15.00. Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs mun verða á staðnum og kynna gögnin fyrir þeim sem þess óska. Kynningargögnin munu verða áfram til sýnis í Ráðhúsinu til miðvikudagsins 13. júlí.


Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 – 2020.


Eftir kynninguna verður gengið frá tillögunum og þær lagðar fyrir sveitarstjórn til ákvörðunar um auglýsingu í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga 123/2010.
Á auglýsingartíma gefst kostur á að leggja fram formlegar athugasemdir


F.h. Dalvíkurbyggðar

Börkur Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs

Breyting á aðalskipulagi - Þéttbýlismörk á Árskógssandi, nýtt verslunar- og þjónustusvæði

Tillaga að deiliskipulagi fyrir atvinnu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi

Greingargerð með deiliskipulagstillögu