Deild Norræna félagsins endurvakin

Í gær, 27. febrúar, var haldinn fundur hjá deild Norræna félagsins og hefur hún þar með gengið í endurnýjun lífdaga en samkvæmt gjörðabók var Dalvíkurdeild Norræna félagsins stofnuð 4. sept. 1975 og síðasti fundur hennar í fyrra lífi haldinn 5. mars 1991. Sjö félagar ræddu sögu deilarinnar, vinabæjarsamstarfið 1991 og 2001 og vinabæjarmótið í Viborg sem haldið verður núna í sumar, 16.-18. júní. Eins voru ræddar ýmsar aðra hugmyndir um að gera félagsstarfið sýnilegt, öflugt og skemmtilegt. Til bráðabirgða hefur þriggja manna nefnd tekið að sér stjórn deildarinnar og skipt með sér verkum:

Kristjana Arngrímsdóttir, Tjörn, 621 Dalvík; keld56@hotmail.com
Magnea Helgadóttir, Hringtúni 6, 620 Dalvík; magneah@simnet.is
Ole Lindquist, Brimnesbraut 17, 620 Dalvík; olel@hi.is

Kristjana hefur umsjón með menningarmálum; Magnea með unglingastarfinu; í sameiningu sinna þær stöllur félagatal og fjarmál. Ole hefur umsjón með póst og erlend samskipti. Það var ákveðið að bjóða til "Dansk-aften", sennilega 16. mars n.k., með menningarlegu ívafi og kynningu á vinarbæjarmóti sumarsins.