Dalvíkurskóli safnar fyrir UNICEF

Dalvíkurskóli safnar fyrir UNICEF

Í síðustu viku hljóp Dalvíkurskóli til styrktar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, en þetta er fimmta árið í röð sem Dalvíkurskóli safnar fé fyrir þennan málstað.

Fyrstu árin voru það bara yngri bekkirnir sem tóku þátt en síðustu árin hefur allur skólinn hlaupið. Krakkarnir eru mjög áhugsamir og duglegir en söfnuninn fer þannig fram að þau safna áheitum fyrir hvern hring sem þau hlaupa á íþróttavellinum. Skólinn býr yfir miklum hlaupagikkjum og því hefur verið hægt að leggja inn umtalsverðar upphæðir inn á reikning UNICEF ár hvert.

Nemendurnir fá kynningu á því hvert söfnunarféð rennur sem og kynningu á starfsemi UNICEF.