Dalvíkurskóli hlýtur styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur samþykkt að veita styrk til Dalvíkurskóla vegna verkefnisins „Innleiðing teymiskennslu“ á næsta skólaári. Skipulagsbreytingar eru í bígerð í skólanum en þær hafa verið hluti af stefnu skólans um nokkurt skeið. Breytingarnar eru fólgnar í því að umsjónarkennarar munu vinna saman í teymum og deila með sér umsjón með nemendahópum úr fleiri en einum árgangi. Markmið þessara breytinga er að fjölbreytileiki starfsmannahópsins nýtist nemendum betur, að kennarar hljóti faglegan stuðning hver af öðrum og að betur verði hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda. Fljótlega verður foreldrum boðið til kynningarfundar í skólanum þar sem veittar verða nánari upplýsingar um verkefnið.