Dalvíkurskjálftinn 80 ára

Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Byggðasafnið Hvoll minnast þess að þann 2. júní n.k. verða 80 ár liðin frá jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Dalvík 1934.

Af því tilefni verður minningarstund um skjálftann á efri hæð Byggðasafnsins kl. 16:00 mánudaginn 2. júní. Þar mun Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, tala um jarðskjálfta og almannvarnir og í framhaldi af því verða rifjaðar upp sögur sem fólk hefur heyrt eða upplifað um skjálftann og afleiðingar hans.

Eftir minningarstundina verður haldið í skjalasafnið og þar verður afhjúpað kort sem Kristján Hjartarson hefur unnið sem skýringarkort við líkanið af Dalvík sem smíðað var 1994. Þeir sem að smíðinni stóðu verða heiðursgestir við athöfnina.

Í sumar verða svo eftirfarandi sýningar á söfnunum:

Byggðasafnið Hvoll:

Tjöld í túni - Jarðskjálftans minnst með því að setja upp tjöld eins og þau voru sumarið 1934.

Innsetning um jarðskjálftann og ljósmyndinasýning á sjónvarpsskjá. Upplýsingar um skjálftann eru aðgengilegar á snertiskjá safnsins.

Héraðsskjalasafn Svarfdæla (í kjallara Ráðhússins):

Líkan af Dalvík 1934 ásamt nýju skýringarkorti.

Ljósmyndasýning af húsum eftir jarðskjálftann. Sýningunni varpað á vegg.