Dalvíkurferð 2007 árgangsins í mars 2012

Dalvíkurferð 2007 árgangsins í mars 2012

 

Miðvikudaginn 28. mars fóru börn úr Fiðrildahóp sem fædd eru 2007 í Dalvíkurferð með Gerði. Við byjuðum ferðina hjá Gústa kokk sem eldar alltaf fyrir okkur í hádeginu, fengum að fylgjast með eldamennskunni, sjá pottinn hennar Grýlu og í lok heimsóknarinnar gaf Gústi okkur svala :-) Því næst fórum við á bókasafn Dalvíkur þar sem Sigurlaug bókasafnsvörður tók á móti okkur. Við lékum svolitla stund, skoðuðum bækur og fengum að fara í undirgöng safnsins sem enduðu í ráðhúsinu. Sigurlaug las fyrir okkur tvær bækur auk þess sem við fengum bækur að láni til að fara með í leikskólann.Við héldum aftur á Leikbæ sæl og glöð eftir skemmtilegan dag.  

Við þökkum bæði Gústa og Sigurlaugu kærlega fyrir frábærar móttökur :-)

Myndir frá bókasafnsheimsókn - Myndir frá Gústa