Dalvíkurbyggð óskar eftir langtímaleigjanda að Böggvisstaðaskála

Dalvíkurbyggð óskar eftir langtímaleigjanda að Böggvisstaðaskála

Húsið er 2.294,3 m2 vörugeymsla að Böggvisstöðum rétt sunnan Dalvíkur, en sveitarfélagið nýtir um 500 m2 af húsnæðinu og því er um að ræða leigu á 1.794,3 m2. Húsið er byggt 1979 sem refaskáli, en er notað í dag sem geymsla. Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökkli, gólf að hluta til steypt. Húsið er tengt rafmagni og köldu vatni, en ekkert heitt vatn er í húsinu.

Sá hluti hússins sem sveitarfélagið hefur ekki nýtt hefur verið leigður út og geta þeir leigusamningar mögulega fylgt yfir til nýs leigjanda. Þær kröfur eru gerðar til leigutaka að innkeyrsluhurð verði gerð á norðurstafni hússins.

Teikningar eru á kortasjánni á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Tilboðum skal skila til Steinþórs Björnssonar, deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar á netfangið steinthor@dalvikurbyggd.is Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar. Tilboðin skulu innihalda lýsingu tilboðsgjafa á fyrirhugaðri notkun á húsinu.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.