Dalvíkurbyggð um helgina

Sem fyrr verður ýmislegt um að vera þessa í kringum þessa helgi í Dalvíkurbyggð. Í dag, föstudaginn 18. desember verður jólasíldarborð frá kl. 12:00-18:00 í Kaffihúsinu okkar í Bergi menningarhúsi og í kvöld verður svo jóla pub quiz kl. 21. á Við höfnina. Á sunnudaginn koma svo Kertasníkir, Kjötkrókur og Hurðaskellir í heimsókn í Berg menningarhús kl. 13:30 og kl. 17:00 verða tónleikarnir Jólin koma, en þar munu þau Íris Hauks og Snorri Eldjárn syngja vinsæl íslenska jóla-dægurlög.  Á sunnudagskvöldinu kl. 21:00 verður svo jólavaka í Tjarnarkirkju en þar munu Kristjana og Ösp taka lagið ásamt ungum sönggestum við undirleik Arnar Eldjárns gítarleikara. Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur les jólasögu og Tröllaskagakvartettinn stígur á stokk!
Mánudaginn 21. desember verður svo brúðuleikhús í Bergi menningarhúsi og hefst það kl. 17:00. Það er Sunnudagaskólinn sem býður börnum að koma og sjá verkið Pönnukakan hennar grýla eftir Bernd Ogrodnik.