Dalvíkurbyggð sigraði í Útsvari

Dalvíkurbyggð sigraði í Útsvari

Lið Dalvíkurbyggðar sigraði lið Skeiða- og Gnúpverkjahrepps í hörkuspennandi viðureign í Útsvari síðastliðið föstudagskvöld. Viðureign liðanna var spennandi og jöfn allan tíman og réðust úrslit ekki fyrr en undir lok þáttarins en þá stóð Dalvíkurbyggð uppi sem sigurvegari með 57 stig á móti 50. 

Við óskum okkar keppendum til hamingju með frábæran þátt og þökkum keppendum Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir góða baráttu. 

Sjá nánar á ruv.is

Myndin með fréttinni er fengin af ruv.is