Dalvíkurbyggð óskar eftir þátttakendum í Útsvari

Útsvarið, spurningaþáttur sveitarfélagana, fer af stað að nýju í september, áttunda árið í röð, og Dalvíkurbyggð verður með.


Hér með óskar Dalvíkurbyggð eftir tilnefningum um þátttakendur fyrir hönd sveitarfélagsins. Tillögur um keppendur skal senda inn á netfangið margretv@dalvikurbyggd.is í síðasta lagi þriðjudaginn 9. september.