Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðalbókara

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðalbókara á Fjármála- og stjórnsýslusvið. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Dalvíkurbyggðar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi
• Umsjón með bókhaldskerfinu Dynamics NAV
• Skilagreinar, milliuppgjör og áætlanagerð
• Uppgjör og frágangur bókhalds
• Innra eftirlit
• Greining og úrvinnsla gagna
• Eftirfylgni og endurgjöf
• Önnur verkefni

Menntunar - og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi og/eða viðurkenndur bókari skilyrði
• Góð þekking og reynsla af bókhaldi er skilyrði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur
• Góð þekking á upplýsingatækni æskileg, þekking á Dynamics NAV kostur
• Hæfni til að greina gögn og upplýsingar
• Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
• Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
• Metnaður til árangurs og jákvæðni

Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.


Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí nk.


Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is

 
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is ) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is ) hjá Capacent ráðningum.