Dalvíkurbyggð og Intrum á Íslandi hefja samstarf um innheimtu

Dalvíkurbyggð og Intrum á Íslandi hafa gert með sér samkomulag um innheimtu vanskilakrafna Dalvíkurbyggðar. Samningurinn var samþykktur í bæjarráði 14. maí og í bæjarstjórn 20. maí. Á næstunni munu því kröfur sem fallnar eru í gjalddaga fara í innheimtu hjá Intrum.