Dalvíkurbyggð og Heilsu- og sálfræðiþjónustan Akureyri í samstarf

Dalvíkurbyggð og Heilsu- og sálfræðiþjónustan Akureyri í samstarf

Félagsmála- og fræðslusvið- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar hafa gert samning við Heilsu- og sálfræðiþjónustuna á Akureyri.

Samningurinn er til 3 ára og snýr að fræðslu, faglegri ráðgjöf og greiningum. Þessi samningur er liður í bættri þjónustu við íbúa og starfsfólk Dalvíkurbyggðar.
Þeim aðilum sem vilja nýta sér þjónustu Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar er bent á að hafa samband við félagsmálasvið eða viðeigandi skólastofnun til þess að fá tíma.
Við hjá Dalvíkurbyggð erum spennt fyrir samstarfinu og vonum við að það verði farsælt og komi til með að nýtast íbúum sveitarfélagsins sem allra best.