Dalvíkurbyggð myrkvuð

Eins og kom fram í fréttum gærdagsins var Dalvíkurbyggð eitt þeirra sveitarfélaga sem varð við ósk forsvarsmanna Alþjóðalegu kvikmyndahátiðarinnar, sem hófst í gær, um að Dalvíkurbyggð yrði myrkvuð frá 22:00-22.30 í gærkvöldi. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tók erindið fyrir á fundi sínum 6. september og sá ekkert því til fyrirstöðu að taka þátt í verkefninu.

Dalvíkurbyggð var því myrkvuð í gærkvöldi og voru götuljósin slökkt sem og ljós við Ráðhús, bílastæðislýsingu Dalvíkurbyggðar og einstaklinga svo og lýsingu á hafnarsvæðinu. Að sögn manna tókst vel til og sást til stjarna en kveikt var þó víða á útiljósum í heimhúsum.